Monday, August 07, 2006

Fyrsta hlaupið

Þá er fyrsta hlaupið búið. Það var ekki farið mjög langt að þessu sinni enda tvær vikur frá síðasta hlaupi og hiti allnokkuð hærri en ég er vanur. Púls var líka óvenjuhár og andlitsrauðki var í algleymingi eftir hlaup. Greinilegt að ég þarf að fara að taka til fótanna.

Nýja dry-fittið virkaði vel. Ég var sérstaklega ánægður með nýju stuttbuxurnar sem eru svo snilldarlega hannaðar að þær eru hjólabuxur að innan og með dry-fit stuttbuxum utan yfir. Buxurnar leyfa manni þannig að njóta þæginda spandexins án þess þó að svipta mann kúlinu þar sem enginn verður var við spandexið. Til að toppa þetta allt er lítill renndur vasi sem hentar einstaklega vel til að hafa eins og einn lykil og $5 fyrir drykk. Mæli með þessu.

Hlaupið
Vegalengd: 8 km
Tími: 46:42
Meðalhraði: 10,3 km/klst (5,83 mín/km)
Meðalpúls: 178 slög/mín
Brennsla: 570 kaloríur (2,04 snickers)

Aðstæður
Hiti: 29°C
Raki: 66%
UV(sólarljós): 1 (lítið, enda skýjað)
Skyggni: 11,3km

1 Comments:

Blogger Ellert said...

Sælar,

Hver eru helstu þægindi spandexins? Pæling.

Annars leiðinlegt hvernig hjólabuxnatískan dó út bara allt í einu, "hviss búm bang!" Þetta þótti alveg ekta kúl hér áður fyrr.

Gaman að sjá líka hvað kallinn var að taka vel á því. Er ekki meðalpúlsinn hjá þér í ruglinu?Er kallinn byrjaður að reykja? Maður spyr sig.

Skúli a.k.a. Assistant to Trainer hefði verið í 198 m.v. síðustu mælingu hefði hann hlaupið þér við hlið.

Bið að heilsa Trump-aranum.

6:36 PM  

Post a Comment

<< Home