Tuesday, August 15, 2006

Hlaup nr.2

Því miður fylgdi leiðindahnjáverkur síðasta hlaupi sem hefur gert mig svolítið svartsýnan varðandi Maraþon þannig að ég var ekki alveg að flýta mér í næsta hlaup. Núna var því tekið mjög stutt og rólegt hlaup í von um að hnéð kvarti ekki mikið, vöðvarnir styrkist aðeins og að hnéð jafni sig fljótlega. Nú er ég líka kominn með Rabba sem hlaupafélaga þannig að ómögulegt að láta hnéð núna stoppa sig.

Hlaupið:
Vegalengd: 4,33 km
Tími: 28:41
Meðalhraði: 9,1 km/klst (6,6 mín/km)
Meðalpúls: 144 slög/mín
Brennsla: 273 kaloríur (0,975 Snickers)

Aðstæður:
Hiti: 26°C
Raki: 60%
UV(sólarljós): 1 (lítið)
Skyggni: 16,1km

0 Comments:

Post a Comment

<< Home