Monday, September 04, 2006

Hlaup nr. 4

Nú er komið að því að vælið hætti og látið sverfa til stáls hvort maður er Maraþonhlaupari eða ekki. Héðan í frá er stíft prógram, 3 hlaup í viku nema til meiðsla komi. Nú er skólinn líka að byrja sem þýðir að áfengisneysla er off þannig að engin þynnka mun heldur letja til hlaupa. Stundaskráin er líka mjög vel til þess fallin að taka morgunhlaup fyrir skóla, þar sem ég er aldrei í tíma fyrir 10:45.

Í dag hljóp ég að heiman, stystu leið út í Central Park, þar sem ég sikksakkaði út að Reservoir-inu. Tveir hringir í kringum það og svo til baka. Hlaupið var u.þ.b. 10 km, Garmin vildi ekki ná GPS-sambandi fyrr en að vatninu var komið þannig að detailar að neðan segja ekki alveg alla söguna. Þess má geta að í myndinni Marathon Man sem ég horfði á um daginn hleypur Dustin Hoffman einmitt reglulega í kringum Reservoir-ið, enda mjög vinsælt að gera það.

Hlaupið:
Vegalengd: 7,32 km
Tími: 40:38
Meðalhraði: 10,8 km/klst (5,6 mín/km)
Meðalpúls: 175 slög/mín
Brennsla: 544 kaloríur (1,943 Snickers)

Aðstæður:
Hiti: 21°C
Raki: 61%
UV(sólarljós): 0 (Sama og ekkert, enda sólin við það að setjast)
Skyggni: 16,1 km
Skýjafar: Léttskýjað

0 Comments:

Post a Comment

<< Home