Friday, September 29, 2006

Hlaup 12

29. september

Kvefdrasl og verkefnahlunkar fyrri hluta viku settu létt strik í hlaupareikninginn. Hljóp ekkert síðan síðast laugardag. Núna var svipað missjón og þá nema öllu styttra, þ.e. hlaupið að heiman niður í norðvesturhorn garðsins, svo suður hann endilangan, upp að Reservoir-inu, einn hring í kringum það og út að norðvesturhorni aftur. Síðan rölt 1-2 km heim þaðan.

Hlaupið:
Vegalengd: 13,52 km
Tími: 1:17:53
Meðalhraði: 10,4 km/klst (5:45 mín/km)
Meðalpúls: 167 slög/mín
Brennsla: 939 kaloríur
Hækkun: 76m

Aðstæður:
Hiti: 15°C í upphafi hlaups
Raki: 60%
UV(sólarljós): 1 (Sól að setjast)
Skyggni: 16,1 km (standard)
Skýjafar: Léttskýjað

Hlaupafélagi: Rabbi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home