Hlaup 15 - Persónulegt lengdarmet
Mitt lengsta hlaup ever. 25 þúsund metrar rétt rúmir. Var nýbúinn að fjárfesta í brúsabelti sem skilaði sínu og lúkkaði massavel. Gekk annars bara nokkuð vel. Síðustu kílómetrarnir voru í erfiðari kantinum, augljóslega þreyta að detta inn og svo var ég einn síðustu 7 km og þá var líka myrkur í lokin sem gerir hlutina ekki skemmtilegri. Fer fyrr í næsta langhlaup. Annars held ég að líkaminn sé að þola þetta nokkuð vel, 7, 9, 13.
Hlaupið:
Vegalengd: 25,01 km
Tími: 2:35:24
Meðalhraði: 9,7 km/klst (6:12 mín/km)
Meðalpúls: 164 slög/mín
Brennsla: 1696 kaloríur
Hækkun: 263m
Aðstæður gleymdist að bóka en þær voru u.þ.b.:
Hiti: 15°C
Raki: 60%
UV(sólarljós): 1 (Hnígandi sól)
Skyggni: 16,1 km
Skýjafar: Léttskýjað
Hlaupafélagi: Rabbi
2 Comments:
Hvað þýðir hækkun?
Hækkun er í raun heildarhækkun á hlaupaleiðinni. T.d. ef ég fer upp brekku sem er 10m safnast það í sarpinn. Ef ég síðan fer niður og upp aftur þá bætast aðrir 10. En það dregst ekki frá þegar ég fer niður.
Post a Comment
<< Home