Saturday, October 21, 2006

Hlaup 20 - Sjálfstraustið endurheimt

Nú var 30 km múrinn rofinn eftir misheppnaða tilraun síðustu helgi. Frumniðurstöður greiningar á hlaupunum gefa til kynna að of geist hafi verið farið í upphafi fyrra hlaupsins. Nú var passað upp á að halda púlsinum í um 165 og alltaf undir 170 á meðan síðast var meðalpúlsinn 174. Þannig að lærð lexía er að halda púlsinum í kringum 165 í aðalhlaupinu. En það sem stendur upp úr að sjálfstraustið er endurheimt, ég gat farið þessa 30 og hefði alveg getað þraukað eitthvað áfram. Nú er full trú á því að hlaupið verði klárað svo fremi sem eitthvað óvænt kemur ekki upp á, 7, 9, 13.

Hlaupið:
Vegalengd: 30,00 km
Tími: 3:02:47
Meðalhraði: 9,8 km/klst (6:05 mín/km)
Meðalpúls: 163 slög/mín
Brennsla: 2068 kaloríur
Hækkun: 179m

Aðstæður fyrir hlaup:
Hiti: 14°C
Raki: 45%
Skýjafar: Nánast heiðskírt
Skyggni: 16,1 (Standard)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home