Friday, September 29, 2006

Hlaup 12

29. september

Kvefdrasl og verkefnahlunkar fyrri hluta viku settu létt strik í hlaupareikninginn. Hljóp ekkert síðan síðast laugardag. Núna var svipað missjón og þá nema öllu styttra, þ.e. hlaupið að heiman niður í norðvesturhorn garðsins, svo suður hann endilangan, upp að Reservoir-inu, einn hring í kringum það og út að norðvesturhorni aftur. Síðan rölt 1-2 km heim þaðan.

Hlaupið:
Vegalengd: 13,52 km
Tími: 1:17:53
Meðalhraði: 10,4 km/klst (5:45 mín/km)
Meðalpúls: 167 slög/mín
Brennsla: 939 kaloríur
Hækkun: 76m

Aðstæður:
Hiti: 15°C í upphafi hlaups
Raki: 60%
UV(sólarljós): 1 (Sól að setjast)
Skyggni: 16,1 km (standard)
Skýjafar: Léttskýjað

Hlaupafélagi: Rabbi

Sunday, September 24, 2006

Hlaup 11 - laugardaginn 23. sept.

Lengsta hlaupið hingað til. Að heiman út í Central Park, hringinn í kringum garðinn og svo eitthvað fram og til baka við Reservoir-ið til að klára 20 km. 3 km labb heim.

Hlaupið:
Vegalengd: 20,0 km
Tími: 2:00:25
Meðalhraði: 10,0 km/klst (6:01 mín/km)
Meðalpúls: 166 slög/mín
Brennsla: 1439 kaloríur
Hækkun: 203m

Aðstæður gleymdist að bóka en það var þægilegur hiti en mjög rakt til að byrja með.

Hlaupafélagi: Rabbi

Hlau 10 - miðvikudagur 20. sept.

Morgunhlaup fyrir skóla. Tæpir 3 km skokk að reservoirinu sem Garmin mældi ekki og svo 2 hringir í kringum Reservoir-ið og til baka. Alls um 10 km.

Hlaupið:
Vegalengd: 7,17 km
Tími: 35:45
Meðalhraði: 12,0 km/klst (4:59 mín/km)
Meðalpúls: 173 slög/mín
Brennsla: 525 kaloríur
Hækkun: 91m

Aðstæður gleymdist að bóka

Hlaup 9 - mánudaginn 18. sept

Morgunhlaupa fyrir skóla. 2,5 km skokk að reservoirinu og svo hraðir 5 km í kringum það og svo 2,5 km labb/jogg til baka.

Hlaupið:
Vegalengd: 5,01 km
Tími: 24:06
Meðalhraði: 12,5 km/klst (4:48 mín/km)
Meðalpúls: 176 slög/mín
Brennsla: 389 kaloríur

Aðstæður gleymdist að bóka

Hlaupafélagi: Yori

Saturday, September 16, 2006

Hlaup 8

Lengsta New York hlaupið hingað til. 25 stig og sól í upphafi, kl. 16. Síðan kólnaði lítillega og dró ský fyrir sólu sem munaði miklu. Nokkuð góður hraði. Í allt frekar erfitt hlaup, eins og púlsinn gefur til kynna. Alltaf sama leið, bara mismargir hringir í kringum Reservoir-ið. Eftir hlaupið sjálft var 2,68 km labb/skokk.

Hlaupið:
Vegalengd: 15,0 km
Tími: 1:21:31
Meðalhraði: 11,0 km/klst (5:26 mín/km)
Meðalpúls: 179 slög/mín
Brennsla: 1146 kaloríur (4,09 Snickers)

Aðstæður (í lok hlaups)
Hiti: 24°C
Raki: 57%
UV(sólarljós): 0 (skýjað og langt liðið á dag)
Skyggni: 16,1 km (standard)
Skýjafar: Hálfskýjað

Wednesday, September 13, 2006

Hlaup 7

Morgunhlaup fyrir skóla, tæpir 12 í það heila, 9,5 á fullri keyrslu og svo rúmir tveir í létt jogg. Svipuð leið og síðast, Central Park svíkur ekki.

Hlaupið:
Vegalengd: 9,57 km
Tími: 48:07
Meðalhraði: 11,9 km/klst (5:01 mín/km)
Meðalpúls: 169 slög/mín
Brennsla: 673 kaloríur (2,4 Snickers)

Aðstæður
Hiti: 17°C í upphafi hlaups
Raki: Kannski 65%
UV(sólarljós): 2 (skýjað)
Skyggni: 16,1 km (standard)
Skýjafar: Skýjað

Sunday, September 10, 2006

Hlaup 6

Það var sunnudagsmorgun og sólin sat við borðið. Lagt af stað 9:30. Lengra og hraðar en síðast. Lengra má þó ef duga skal. Svipuð leið.

Hlaupið:
Vegalengd: 12,12 km
Tími: 1:04:21
Meðalhraði: 11,3 km/klst (5:18 mín/km)
Meðalpúls: 166 slög/mín
Brennsla: 912 kaloríur (3,26 Snickers)

Aðstæður
Hiti: 19°C
Raki: 65%
UV(sólarljós): 4 (hækkandi sól)
Skyggni: 16,1 km (standard)
Skýjafar: Léttskýjað

Saturday, September 09, 2006

Hlaup 5

Of stutt hlaup. Tæpir 9. Svipað hlaup og síðast. Nú verður aukið við vegalengdina fljótt.

Hlaupið:
Vegalengd: 8,83 km
Tími: 53:23
Meðalhraði: 9,9 km/klst (6,1 mín/km)
Meðalpúls: 170 slög/mín
Brennsla: 660 kaloríur (2,36 Snickers)

Aðstæður (gleymdist að bókfæra)
Hiti: Helvíti fínt, örugglega 20°C
Raki: Kannski 50-70%
UV(sólarljós): Alveg eitthvað, segjum 2 af því að sólin var að setjast
Skyggni: 16,1 km (standard)
Skýjafar: Léttskýjað

Monday, September 04, 2006

Hlaup nr. 4

Nú er komið að því að vælið hætti og látið sverfa til stáls hvort maður er Maraþonhlaupari eða ekki. Héðan í frá er stíft prógram, 3 hlaup í viku nema til meiðsla komi. Nú er skólinn líka að byrja sem þýðir að áfengisneysla er off þannig að engin þynnka mun heldur letja til hlaupa. Stundaskráin er líka mjög vel til þess fallin að taka morgunhlaup fyrir skóla, þar sem ég er aldrei í tíma fyrir 10:45.

Í dag hljóp ég að heiman, stystu leið út í Central Park, þar sem ég sikksakkaði út að Reservoir-inu. Tveir hringir í kringum það og svo til baka. Hlaupið var u.þ.b. 10 km, Garmin vildi ekki ná GPS-sambandi fyrr en að vatninu var komið þannig að detailar að neðan segja ekki alveg alla söguna. Þess má geta að í myndinni Marathon Man sem ég horfði á um daginn hleypur Dustin Hoffman einmitt reglulega í kringum Reservoir-ið, enda mjög vinsælt að gera það.

Hlaupið:
Vegalengd: 7,32 km
Tími: 40:38
Meðalhraði: 10,8 km/klst (5,6 mín/km)
Meðalpúls: 175 slög/mín
Brennsla: 544 kaloríur (1,943 Snickers)

Aðstæður:
Hiti: 21°C
Raki: 61%
UV(sólarljós): 0 (Sama og ekkert, enda sólin við það að setjast)
Skyggni: 16,1 km
Skýjafar: Léttskýjað